Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024

Alls hlutu 250 verkefni styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024 en úthlutað var úr sjóðnum í síðustu viku.

Alls bárust umsóknir um styrki til 253 verkefna frá eitthundrað umsækjendum og voru styrkumsóknir alls að fjárhæð rúmlega 200 milljónir króna. Úthlutað var fyrir ríflega 71,5 milljónir króna.

Menntasvið Reykjavíkurborgar hlaut hæsta styrkinn meðal skólaskrifstofa eða 11,4 milljónir króna sem á að standa undir 48 vekefnum á vegum menntasviðsins. Þá hlaut Menntasvið Kópavogsbæjar 3,4 milljónir króna í styrk fyrir fimm verkefni á þess vegum.

Grunnskólar hlutu samtals 32.950.000 krónur vegna 113 verkefna og skólaskrifstofur hlutu 34.950.000 krónur vegna 116 verkefna.

Nánar um úthlutunina á vefsíðu Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.