Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2022-2023 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 164 fullgildar umsóknir.
Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 51 námsleyfi.
Aðeins var hægt að verða við um 31% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna. Tilkynning um niðurstöðu stjórnar Námsleyfasjóðs hefur verið send öllum umsækjendum bréfleiðis. Námsleyfum var skipt á milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda eftir landshlutum.
Eins og fram kom í auglýsingu um úthlutun námsleyfa og samræmist 6. gr. reglna um Námsleyfasjóð var ákveðið að allt að 1/3 leyfa yrði úthlutað sérstaklega vegna náms sem tengist stafrænni umbreytingu náms- og kennsluhátta, lýðræði í skólastarfi og fjölbreyttum kennsluháttum og nýsköpun. Var 17 leyfum úthlutað til slíkra verkefna.
Nöfn námsleyfishafa verða birt á vefsíðu Námsleyfasjóðs um miðjan desember nk., sbr. 15. gr. reglna um Námsleyfasjóð.