Úrvinnslusjóður óskar eftir upplýsingum

Úrvinnslusjóður hefur óskað eftir upplýsingum til að geta hafið greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar skv. lögum um úrvinnslugjald.

Greiðslur Úrvinnslusjóðs til sveitarfélaga hafa tafist og engar upplýsingar liggja fyrir hvenær greiðslur fara að berast sveitarfélögum. Sjóðurinn óskar nú eftir upplýsingum sem skilað verður til Fjársýslu ríkisins um tengilið viðkomandi sveitarfélags, bankaupplýsingum og fleiri atriði sem gera sjóðnum kleift að greiða sveitarfélögum samkvæmt gildandi gjaldskrá Úrvinnslusjóðs. Sérstakt uppgjörsblað verður sent sveitarfélögunum samhliða greiðslubeiðni til Fjársýslunnar.

Sveitarfélög eru beðin um að fylla út umbeðnar upplýsingar á skráningareyðublaði sjóðsins.