21. jan. 2016

Úrskurðarnefnd velferðarmála tekur til starfa

Þann 1. janúar sl. voru úrskurðar- og kærunefndir sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið:   Úrskurðarnefnd velferðarmála.  Um nefndina gilda lög nr. 85/2015 en nánari upplýsingar er jafnframt að finna á heimasíðu ráðuneytisins og á vef sambandsins.

Þær stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru innan félagsþjónustu sveitarfélaga (þar með talið um húsaleigubætur), og áður voru kæranlegar til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, munu héðan í frá koma til kasta úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærufrestur til nefndarinnar er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Aðsetur nefndarinnar er í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík.