Upptökur frá stafrænni ráðstefnu komnar inn

Ráðstefna um stafræna framþróun sveitarfélaga fór fram þann 6.október síðastliðinn í Origo höllinni. Upptökur frá ráðstefnunni eru nú aðgengilegar á vef Stafrænna sveitarfélaga.

Þar var áhersla lögð á samstarf, nýstárleg stafræn verkefni hjá sveitarfélögum, ávinning af stafrænum lausnum, tæknilega innviði og samstarf við hugbúnaðarfyrirtæki.

Leitast var við að svara spurningunum:

  • Hvernig gerum við meira fyrir minna?
  • Hvernig spörum við tíma starfsfólks?
  • Hvernig aukum við svigrúm til faglegrar þjónustu og skapandi hugsunar?
  • Hvernig leysum við úr læðingi skilvirkni í rekstri, þjónustu og samskiptum?

Upptökur frá ráðstefnunni á vef Stafrænna sveitarfélaga.