Upplýsingar vegna endurtöku á samræmdu prófunum

Menntamálastofnun mun veita ýtarlegar upplýsingar um endurtöku samræmdra könnunarprófa. Svör við helstu spurningum verða birt á vef og Facebook-síðu stofnunarinnar og gengist verður fyrir upplýsingafundum, sem gerðir verða aðgengilegir á netinu. Þá verða birt svör við helstu spurningum á sérstöku svæði á vef ráðuneytisins um réttarstöðu nemenda og lagalega stöðu samræmdra könnunarprófa.

Menntamálastofnun mun veita ýtarlegar upplýsingar um endurtöku samræmdra könnunarprófa. Svör við helstu spurningum verða birt á vef og Facebook-síðu stofnunarinnar og gengist verður fyrir upplýsingafundum, sem gerðir verða aðgengilegir á netinu.

Þá verða birt svör við helstu spurningum á sérstöku svæði á vef ráðuneytisins um réttarstöðu nemenda og lagalega stöðu samræmdra könnunarprófa og þjónustuver Menntamálastofnunar mun veita upplýsingar í síma 514 7500, að því er segir í frétt frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Rík áhersla verður lögð á upplýsingagjöf til nemenda, foreldra, kennara, skólastjórnenda, og annarra aðila sem tengjast grunnskólum, um útfærslu og framkvæmd könnunarprófanna sem haldin verða að nýju fyrir nemendur sem nú eru í 9. bekk. Vinna er þegar hafin innan ráðuneytisins og Menntamálastofnunar til þess að fylgja eftir ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, þess efnis að samræmd könnunarpróf verði endurtekin.

Samhliða þessum aðgerðum mun ráðuneytið svo miðla upplýsingum um þau lagalegu atriði sem tengjast ákvörðun ráðherra, en unnið er að breytingum á eftirtöldum reglugerðum:

  • Breyting á reglugerð um innritun í framhaldsskóla til þess að niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum verði ekki notaðar við mat á umsóknum nemenda um skólavist.
  • Tímabundin breyting á reglugerð um framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa til að auka svigrúm fyrir val nemenda um próftöku og tímasetningu prófa.

Fyrirspurnum um framangreind atriði verður að hálfu ráðuneytisins svarað á netfanginu postur@mrn.is.

Menntamálastofnun hefur upplýst alla skólastjóra grunnskóla um næstu skref í málinu.

Að sögn Lilju Alfreðsdóttur, menntmálaráðherra, er mikilvægt að markviss eftirfylgni og upplýsingagjöf verði tryggð til grunnskólasamfélagsins og annarra hagsmunaaðila sem að málinu koma, svo vinna megi að farsælli framkvæmd könnunarprófanna, sem eru að þessu sinni valkvæð. Samvinna allra þeirra sem komi að menntamálum er lykilatriði til þess að bæta menntakerfið okkar og tryggja framþróun þess og góð miðlun upplýsinga sé mikilvægur liður í því verkefni.