Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrsta hluta orkuáætlunar í Búlgaríu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, sem varða uppbyggingu og endurnýjun götulýsingar í Búlgaríu.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrsta hluta orkuáætlunar í Búlgaríu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, sem varða uppbyggingu og endurnýjun götulýsingar í Búlgaríu. Markmiðið er að auka orkunýtni með því að uppfæra tækni og nútímavæða götulýsingu í sveitarfélögum í Búlgaríu.
Orkuáætlunin í Búlgaríu á að stuðla m.a. að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda sem gagnast öllum löndum óháð landamærum.
Uppbyggingarsjóður EES stuðlar að því að efla samvinnu og skapa tengsl milli Íslands og þeirra ríkja sem þiggja styrki úr sjóðnum og stuðla að samstarfsverkefnum á ýmsum sviðum. Slíkt er m.a. gert með því að koma á tengslum milli stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í þessum löndum og undirbúa möguleg verkefni fyrir áætlunina.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2020.