28. sep. 2015

Umsóknir um styrki til uppbyggingar ferðamannastaða 2016

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 16. október 2015.

Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum

  1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Nánari upplýsingar veitir Örn Þór Halldórsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með tölvupósti:  orn@ferdamalastofa.is  

Athygli sveitarfélaga er einnig vakin á því að Ferðamálastofa auglýsir eftir styrkjum til umhverfisverðlauna. Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta, geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök.