Umsóknasmiðja í tengslum við LIFE – Áætlun ESB um umhverfis- og loftslagsmál

Þann 13. september næstkomandi stendur Rannís fyrir umsóknasmiðju í tengslum við LIFE, áætlun Evrópusambandsins um umhverfis- og loftslagsmál.

Frekari upplýsingar og hlekk á skráningarsíðu er að finna á vefsíðu Rannís.

Skráning er opin til loka dags 8. september.

Við hvetjum öll sveitarfélög sem eru áhugasöm um kynna sér möguleika tengdum LIFE og hafa áform um að sækja um í áætlunina til að taka þátt í umsóknarsmiðjunni.

Nánari upplýsingar veitir Óttar F. Gíslason, forstöðumaður Brussel skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga: ottarfreyr@samband.is