Samband íslenskra sveitarfélaga telur að frumvarp til nýrra umferðarlaga sé vel unnið og nái að meginstefnu til markmiðum um skýra lagasetningu. Í umsögn þess kemur þó fram að enn megi nefna nokkur atriðið í frumvarpinu sem ástæða er til að skoða frekar.
Samband íslenskra sveitarfélaga telur að frumvarp til nýrra umferðarlaga sé vel unnið og nái að meginstefnu til markmiðum um skýra lagasetningu. Í umsögn sambandsins kemur þó fram að enn megi nefna nokkur atriðið í frumvarpinu sem ástæða er til að skoða frekar.
Þar á meðal er 28. gr. frumvarpsins, sem felur í sér sérstakar reglur um bann við stöðvun eða lagningu ökutækis. Telur sambandið mikilvægt að í greinargerð frumvarpsins komi fram að ákvæðið veiti lögreglustjóra heimild til að banna stöðvun og lagningu húsbíla á tilteknum svæðum. Ekki er að mati sambandsins fullnægjandi að nefna takmörkun í þessu samhengi, enda megi einungis gista í slíkum farartækjum á sérútbúnum tjaldsvæðum. Þá leggur sambandið til að ákvæðinu verði svo breytt að það nái einnig til sendibifreiða sem búnar eru gistiplássum.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu barst alls 22 umsagnir um frumvarpið. Eru það nokkuð færri umsagnir en bárust um eldri gerð frumvarpsins fyrr á þessu ári, en þá veitti ráðuneytið samtals 52 umsögnum viðtöku. Unnið hefur verið að heildarendurskoðun á gildandi umferðarlögum um 10 ára skeið og hefur frumvarp til nýrra umferðarlaga verið lagt fjórum sinnum fyrir á Alþingi.