20. mar. 2018

Umsagnir til Alþingis

Að gefnu tilefni minnum við á umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, en eitt af hlutverkum þess er að veita umsagnir um málefni sem varða almennt sveitarstjórnir landsins.

Af nýlegum umsögnum sem ekki hefur verið fjallað sérstaklega um af hálfu sambandsins, en eru þó engu að síður allrar athygli verðar má nefna umsögn um frumvarp til laga um markaðar tekjur ríkissjóðs, um breytingar á lögum um fæðinga- og foreldraorlof og til nýrra umferðarlaga.

Umsagnir eru birtar í heild sinni hér á vef sambandsins. Auk þess má nálgast umsagnir sambandsins í nýju samráðsgáttinni og á vef Alþingis undir viðkomandi málum.