Umræðufundur um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Drög að tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 hafa verið lögð fram á vef Skipulagsstofnunar. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu.

Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. 

Skipulagsstofnun hefur staðið fyrir rafrænum kynningarfundum í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga og jafnframt var opinn kynningarfundur 19. nóvember sl. Upptaka frá þeim fundi er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 8. janúar 2021.

Að tillögu skipulagsmálanefndar sambandsins hefur verið ákveðið að halda rafrænan upplýsinga- og umræðufund um málið 22. desember kl. 11-12.30. Markmið fundarins er að ræða áherslur í umsögnum sveitarfélaga og samtaka þeirra.

Dagskrá fundarins