Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu verið á ferð og flugi um landið vegna komandi kjaraviðræðna. Starfsmenn sviðsins hafa fundað með sveitarfélögum allra landshluta að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en fundað verður með sveitarfélögum innan SSH í byrjun næstu viku.
Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu verið á ferð og flugi um landið vegna komandi kjaraviðræðna. Starfsmenn sviðsins hafa nú haldið umræðu- og samráðsfundi með sveitarfélögum allra landshluta að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en fundað verður með sveitarfélögum innan SSH þriðjudaginn næsta um kjaraviðræðurnar 2019 í byrjun næstu viku.
Fundirnir hafa verið vel sóttir, en til þeirra hafa verið boðaðir helstu stjórnendur í mannauðs- og launamálum á meðal bæði kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga.
Fundaröðin markar formlegt upphaf á undirbúningi kjarasviðs vegna viðræðna á næsta ári. Kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga renna, sem kunnugt er, flestir út í lok mars 2019. Helsta undantekning þar eru kjarasamningar við kennara, en þeir renna út nokkrum mánuðum síðar eða í lok júní og júlí 2019.
Með fundunum hefur kjarasviðið átt stefnumót með leiðandi sveitarstjórnarfólk í hverjum landshluta fyrir sig og átt mikilvægt samtal við það um stöðu og horfur í kjaramálunum.
Frá fundi kjarasviðs nú nýlega með sveitarfélögum innan Eyþings í Hofi, Akureyri. Fundaröðinni lýkur í Hafnarfirði þann 13. nóvember nk. og er sá fundur ætlaður sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.