01. nóv. 2018

Starf sérfræðings í úrgangsmálum og umhverfismálum

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í starf verkefnisstjóra á lögfræði- og velferðarsviði. Verkefnisstjórinn starfar ásamt sviðsstjóra og lögfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast einkum úrgangsmálum og öðrum fjölbreyttum áskorunum á sviði umhverfismála sem varða starfsemi sveitarfélaga. Þar undir falla m.a. aðgerðir í loftslagsmálum og fráveitumálum, endurskoðun landsskipulagsstefnu, málefni ferðamannastaða, innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, opinber innkaup sveitarfélaga, o.m.fl.

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember 2018.