08. maí 2019

Skorað á ríkisstjórnina að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna

Hópur sveitarstjórnarmanna og sérfræðinga hefur sent ríkisstjórn landsins áskorun um, að lokið verði við uppbyggingu ofanflóðavarna sem fyrst. Bent er á að eftir því sem uppbygging tefst, aukist hætta á fyrirbyggjanlegum slysum af völdum snjóflóða og skriðufalla og því sé brýnt að fjárheimildir úr ofanflóðasjóði verði auknar.

Í áskoruninni segir enn fremur að fjárhagsleg og tæknileg efni virðist standa til þess, að þeim framkvæmdum sem eftir standi verði lokið fyrir árið 2030, að því gefnu að ráðist verði í þær fljótlega. Samtímis mætti vinna að undirbúningi þeirra framkvæmda, sem eru skemmra á veg komnar, í samvinnu við þau sveitarfélög sem um ræðir ásamt öðrum stjórnvöldum.

Um verðugt verkefni sé að ræða, nú þegar tæpur aldarfjórðungur er liðinn frá hinum hörmulegu slysum í Súðavík og á Flateyri árið 1995.

Ekki er viðun­andi að meira en hálf öld líði frá þess­um slys­um þar til full­nægj­andi varn­ir hafa verið reist­ar fyr­ir byggð á mestu snjóflóðahættu­svæðum lands­ins þar sem slík­ur hæga­gang­ur býður heim hættu á mann­skæðum slys­um í þétt­býli.

Nálgast má áskorunina í heild sinni á hlekk hér að neðan. Þeir 13 sveitarstjórnarmenn og sérfræðingar sem und­ir­rita áskor­un­ina eru:

 • Aðal­heiður Borgþórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Seyðis­fjarðar­kaupstaðar
 • Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga
 • Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar
 • Guðmund­ur Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar
 • Hall­dór Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar og full­trúi í of­an­flóðanefnd
 • Harpa Gríms­dótt­ir, hóp­stjóri of­an­flóðavökt­un­ar á Veður­stofu Íslands
 • Karl Óttar Pét­urs­son, bæj­ar­stjóri Fjarðabyggðar
 • Krist­ín Martha Há­kon­ar­dótt­ir, ofanflóðasérfræðingur á verkfræðistofunni Verkís
 • Magni Hreinn Jóns­son, verk­efn­is­stjóri of­an­flóðahættumats á Veður­stofu Íslands
 • Magnús Jóns­son, fyrr­ver­andi Veður­stofu­stjóri
 • Magnús Jó­hann­es­son, fyrr­v. ráðuneyt­is­stjóri og fyrr­v. formaður of­an­flóðanefnd­ar
 • Tóm­as Jó­hann­es­son, of­an­flóðasér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands
 • Trausti Jóns­son, veður­fræðing­ur og fyrr­ver­andi sviðsstjóri á Veður­stofu Íslands
 
Áskorun til ríkisstjórnar Íslands vegna uppbyggingar ofanflóðavarna á landinu