02. okt. 2015

Samspil náttúru og ferðaþjónustu

IX. umhverfisþing 9. október 2015

Skráning fyrir Umhverfisþing stendur nú sem hæst en þingið verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 9. október nk. Skráningarfrestur er til 6. október á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, www.uar.is/skraning.

 Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir.

Yfirskrift umhverfisþings að þessu sinni er Samspil náttúru og ferðaþjónustu. Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage, er sérstakur heiðursgestur þingsins en Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, mun flytja ávarp. Þá munu Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, og Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, vera meðal ræðumanna á þinginu.