07. sep. 2018

Opnar senn fyrir umsóknir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða, sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Þá styrkir sjóðurinn einnig framkvæmdir sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins, auk þess sem honum er ætlað að fjölga viðkomustöðum þeirra til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

Áhugasömum er bent á að styrkir er eingöngu veittir til fyrirhugaðra framkvæmda á ferðamannastöðum, en ekki til staðanna sem slíkra, rekstar á þeim eða framkvæma sem er lokið.

Ferðamálastofa hvetur til þess að vandað sé til innsendra umsókna og bendir jafnfram á að gott geti verið að taka myndir af svæðum nú á meðan jörð er enn auð.

Fjallað er nánar um styrkveitingar og  fyrirkomulag úthlutana í lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.