02. jún. 2014

Átak til uppbyggingar ferðamannastaða

  • ferdamenn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrir helgi á vef sínum frétt um fjölæþttar verndar- og uppbygginaraðgerðir á ferðamannastöðum sem ráðast á í í sumar. Þar kemur fram að í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti fjárframlag til uppbyggingar- og verndarverkefna hafi verið ákveðið að ráðast í 45 slík verkefni víðs vegar um land.

Alls er um að ræða 174,5 milljónir króna sem renna til framkvæmdanna en umtalsverður hluti þeirra fjármuna sem nú er úthlutað rennur til framkvæmda á vegum sveitarfélaga eða verkefna sem sveitarfélögin eiga aðild að í samvinnu við fleiri aðila. Flest verkefnin lúta að úrbætum og nýlagningu göngustíga sem og gerð útsýnispalla og öryggisgrindverka á ferðamannastöðum.