23. maí 2014

Bæjarhátíðir komnar á vefinn

Síðustu ár hefur Samband íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um ýmiskonar bæjar- og sumarhátíðir víðs vegar um landið. Hafa þessar upplýsingar komið þeim sem hyggja á ferðalög innanlands ákaflega vel og hafa fjölmargir sótt þessar upplýsingar á vef okkar.

Síðustu daga höfum við sett upplýsingar vegna sumarsins 2014 inná vefinn og verður haldið áfram að bæta inn upplýsingum jafnóðum og þær berast frá sveitarfélögunum.

Hægt er að nálgast upplýsingarnar á slóðinni www.samband.is/hatidir.