09. apr. 2014

Frumvarp um varnir gegn gróðureldum

  • SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum. Frumvarpið nær til meðferðar elds á víðavangi, m.a. sinubrenna.

Niðurstaða kostnaðarumsagnar ráðuneytisins er sú að verði frumvarpið að lögum muni áhrifin á heildarútgjöld sveitarfélaganna verða frekar til lækkunar samanborið við gildandi löggjöf. Þessu ræður að í frumvarpinu er settur strangari rammi um sinubrennu og meðferð elds á víðavangi og að sveitarfélögin hafa meira um það að segja hvort leyfi séu veitt til sinubrennu. Gera verður ráð fyrir því að útköllum slökkviliða vegna sinubruna muni af þeim sökum fækka umtalsvert ef frumvarpið verður að lögum. Þessi niðurstaða umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur verið kynnt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og gerir sambandið ekki athugasemd við hana.