06. mar. 2013

Tillaga að landsskipulagsstefnu lögð fram á Alþingi

  • skipulag_minni

Umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013 – 2024. Þetta er í fyrsta sinn sem tillaga um landsskipulagsstefnu er lögð fram en kveðið er á um slíka stefnu í skipulagslögum sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. Þingsályktunartillagan var unnin í kjölfar tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið landsskipulagsstefnu er að setja fram leiðarljós um nýtingu lands og landgæða sem tryggir heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana um leið og hún stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð.

Stefnunni er einnig ætlað að samþætta áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun.