18. feb. 2013

Mat á hæfi bjóðenda við útboð opinberra aðila á verkframkvæmdum

  • mappa

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að gefin hafa verið út viðmið um hæfi þeirra aðila sem bjóða í verkframkvæmdir. Viðmiðunum er ætlað að gilda við verkframkvæmdir á vegum opinberra aðila, þ.e. á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Viðmiðin eru valkvæð en stórir aðilar á verktakamarkaði hafa þegar ákveðið að vinna í samræmi við þau. Framkvæmdasýsla ríkisins, Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Samtök iðnaðarins undirrituðu viljayfirlýsingu þar að lútandi þann 10. desember s.l., eins og nánar má lesa um á vef Reykjavíkurborgar.

Ákveði sveitarfélag að haga útboðum sínum í samræmi við viðmiðin, leiðir það til þess að í útboðsgögnum verða settar fram samræmdar kröfur til bjóðenda um skil á upplýsingum og öðrum gögnum með tilboðum til staðfestingar á hæfi þeirra. Hæfismatið er þannig fyrst og fremst hugsað sem hjálpargagn við framkvæmd útboða er stuðlað geti að heilbrigðari og öflugri verktakamarkaði.

Viðmiðin eru aðgengileg á vef sambandsins.