21. des. 2012

Viðmið um söfnun hauggass á urðunarstöðum

  • SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur Umhverfisstofnun útbúið viðmið um hvenær krafist er söfnunar hauggass á urðunarstöðum.  Hægt er að nálgast viðmiðin á heimasíðu stofnunarinnar.

Við gerð viðmiðanna hafði Umhverfisstofnun hliðsjón af sambærilegum viðmiðum sem sett hafa verið í Svíþjóð og í öðrum Evrópulöndum.  Stofnunin hafði einnig samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og hélt opinn kynningarfund um drög að viðmiðunum þann 16. október 2012.