15. nóv. 2012

Sanngjörn skipting arðs af orkuauðlindum

  • Sanngjorn-skipting-ards

Samtök orkusveitarfélaga munu standa fyrir ráðstefnu um orkuauðlindir, nýtingu þeirra og skiptingu arðsins af þeim föstudaginn 16. nóvember n.k. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 17:00.

Á ráðstefnuna koma fulltrúar frá stjórnvöldum, orkufyrirtækjum, orkusveitarfélögum á Íslandi, Svíþjóð og Noregi til að halda erindi um orkuauðlindir landsins sem og skiptingu arðsins af þeim.

Ráðstefnan verður opin öllum meðan húsrúm leyfir en nánari upplýsingar og skráning mun fara fram á www.samband.is.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Dagskrá ráðstefnunnar og skráning.