10. sep. 2012

Dagur íslenskrar náttúru 2012

  • umhverfiogaudlindir

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 16. september. Einstaklingar, stofnanir og félagasamtök efna til margskonar viðburða í tilefni dagsins, m.a. mun vera farin gönguferð um Hólastíg, frá Móðulæk að Saxhóli á Snæfellsnesi undir leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar.
Á Akureyri og í Garðabæ verður boðið uppá náttúrugripagreiningu þar sem almenningi gefst kostur á að fá sérfræðinga til að greina fyrir sig náttúrugripi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fjallar um gosið mikla í Öræfajökli 1362 í Hofgarði í Öræfum og hátíðarsamkoma verður í Árbæjarsafni þar sem afhending fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins fer fram ásamt Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti.