22. ágú. 2012

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknarfrestur er til 10. september

  • Reykjavik-006

Sveitarfélög eru minnt á að frestur til að senda inn umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er til og með 10. september nk.

Verkefni sem sótt er um styrk vegna verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Nánari upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til styrkumsókna má sjá á heimasíðu sjóðsins

Einnig geta sveitarfélög leitað eftir frekari upplýsingum hjá Guðjóni Bragasyni, fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.