09. ágú. 2012

Framlengdur umsagnarfrestur vegna landsáætlunar um úrgang

  • SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

 

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024, til 10. september nk.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/216

Af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga liggja fyrir drög að umsögn sem voru send öllum sveitarfélögum í júlí. Drögin munu líklega taka einhverjum breytingum áður en endanleg umsögn verður send ráðuneytinu.

Nánari upplýsingar um málið veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins: gudjon.bragason@samband.is