13. feb. 2012

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi

  • Hjolandi_baejarstjorar


Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem fram fer 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um merkingu hjólaleiða á Íslandi. Hvar erum við stödd; hvert stefnum við og hvernig fara menn að í Danmörku og á Bretlandi. Hvað er Euro Velo? Dagskráin er fjölbreytt og vönduð. 

Málþingið er haldið í samvinnu Hjólafærni á Íslandi, Landssamtaka hjólreiðamanna, Þjónustumiðstöðvar SKG ehf., Eflu verkfræðistofu, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, VSÓ ráðgjafar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytisins.

Á meðal fyrirlesara er  Jens Erik Larssen sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu hjólaferðamennsku í Danmörku og EuroVelo verkefninu, sem er Evrópunet hjólaleiða. Einnig verður breski Íslandsvinurinn  Tom Burnham, sérfræðingur í hjólaferðamennsku í dreifbýli, með erindi þar sem hann fjallar um hjólalandið Ísland.

Fjölmargir íslenskir fyrirlesarar miðla þekkingu sinni. M.a. verður sagt frá hjólaleiðum við Mývatn, upplifun af því að hjóla á Íslandi og hverjir hjóla um Ísland, Hjólabókinni, skipulag leiða,  og hvernig hjólaferðamennska gengur á Íslandi. Boðið verður upp á málstofu fyrir þátttakendur. Umhverfisráðherra,  Svandís Svavarsdóttir, ávarpar málþingið.

Málþingið verður í sal Eflu, verkfræðistofunnar, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Það stendur frá kl. 10.30 – 15.30. Þátttökugjald er 4.000 kr, almennt verð og 2.000 kr fyrir námsmenn og atvinnulausa. Innifalið í því eru kaffiveitingar og hádegisverður.

Skráning

Hægt er að skrá sig til hádegis 23. febrúar.

Nánari upplýsingar veita Sesselja Traustadóttir í s. 8642776 og Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir í s. 8617873. Í gegnum þær er auðveldlega hægt að koma á góðu viðtali við fyrirlesara þingsins, erlenda sem innlenda.


Skipuleggjendur og styrktaraðilar málþingsins:

  • Hjólafærni á Íslandi. Sesselja Traustadóttir
  • Landssamtök hjólreiðamanna. Morten Lange
  • Þjónustumiðstöð SKG ehf, Höfn, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir
  • Efla verkfræðistofa. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
  • Íslandsstofa. Björn H. Reynisson
  • Ferðamálastofa. Sveinn Rúnar Traustason
  • VSÓ ráðgjöf. Sverrir Bollason
  • Samband íslenskra sveitarfélaga. Lúðvík Eckardt Gústafsson
  • Umhverfisráðuneytið