10. okt. 2011

Kynningarfundur Samtaka orkusveitarfélaga

  • Raflínur

Í kjölfar fjármálaráðstefnunnar hefur verið ákveðið að halda kynningarfund um stofnun Samtaka orkusveitarfélaga, SO. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica Hótel kl. 13:00 föstudaginn 14. október. Öllum sveitarfélögum sem telja sig eiga erindi í slík samtök eða hafa áhuga á að kynna sér efni fundarins er velkomið að senda fulltrúa á fundinn.

Dagskrá:

  1. Kynning á tilgangi og markmiðum Samtaka orkusveitarfélaga, Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
  2. Kynning á drögum að Samþykktum SO, Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
  3. Almennar umræður

Reiknað er með að fundurinn standi í u.þ.b. tvo tíma og æskilegt að þeir sem hafa áhuga á að senda fulltrúa á fundinn skrái sig á skráningarsíðu.

SKRÁNING Á FUNDINN.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.