Hreinsum strandlengju Íslands

Átak Landverndar Hreinsum Ísland hefst á Degi umhverfisins þann 25. apríl nk. og stendur til 6. maí. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeim hættum sem plastmengun veldur í hafi og eru sveitarfélög hvött til að skipuleggja hreinsunaraðgerðir á þessu tímabili, jafnt á landi sem við sjó. Laugardaginn 5. maí verður gengist fyrir strandhreinsun samtímis á öllum Norðurlöndum.

Átak Landverndar Hreinsum Ísland hefst á Degi umhverfisins þann 25. apríl nk. og stendur til 6. maí. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeim hættum sem eru samfara plastmengun í hafi og eru sveitarfélög hvött til að skipuleggja hreinsunaraðgerðir á þessu tímabili, jafnt á landi sem við sjó.

Laugardaginn 5. maí verður gengist fyrir hreinsun strandlengjunnar samtímis á öllum Norðurlöndunum.

Talið er að plastmengun sé völd að dauða sjófugla, sjávarspendýra og skjaldbaka í hundruð þúsunda tali á ári hverju. Risastórir plastflákar fljóta nú um heimshöfunum og þar sem plast safnast saman vegna hafstrauma. Mikið af því eru einnota umbúðir, plasthnífapör, plastflöskur, plastpokar, plastföt, sogrör, tannburstar og leikföng. Þegar þessir hlutir mélast niður í svonefnt örplast, skapast enn meiri hætta fyrir lífríki hafsins. 

Allir geta lagt gjörva hönd á plóg með því að nota minna plast, kaupa minna og auka endurvinnslu.

Þá er ekki síður mikilvægt að nota tækifærið og taka virkan þátt í strandhreinsunarátaki Landverndar. Nánari upplýsingar og skráning er á hreinsumisland.is. 

Þá má sjá  á Íslandskorti Hreinsum Ísland, hvar farið var í skipulegar aðgerðir í átakinu á síðasta ári. Leggur Landvernd kapp á að sem flest sveitarfélög ljái átakinu lið sitt með skipulagningu hreinsunaraðgerða sem öllum íbúum gefst kostur á að taka þátt í.

Plastmengun-i-hafi