Fréttir og tilkynningar: september 2018

Fyrirsagnalisti

14. sep. 2018 : Tengsl aðferða og árangurs í svæðisáætlanagerð

Viðurkenndar aðferðir í innleiðingu og eftirfylgni eru lykillinn að vel heppnaðri svæðisáætlanagerð í úrgangsmálum. Rannsókn Bjarna D. Daníelssonar  vegna lokaverkefnis á meistarastigi bendir til þess, að laga þurfi það lagaumhverfi sem slíkar svæðisáætlanir styðjast við að þessum aðferðum árangursríkrar breytingastjórnunar.

Nánar...

13. sep. 2018 : Hvatt til víðtæks samráðs í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem koma munu til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.

Nánar...

07. sep. 2018 : Opnar senn fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október. Ferðamálastofa hvetur væntanlega umsækjendur til að huga að umsóknum góðum í tíma.

Nánar...

06. sep. 2018 : Aukin sálfræðiþjónusta fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Samband íslenskra sveitarfélaga og Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn þess. Greiður aðgangur að slíkri þjónustu er talinn lykilatriði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem glíma í daglegum störfum sínum við áföll, slys og dauða.

Nánar...

05. sep. 2018 : Engin þörf á endurskoðun gatnagerðargjalds

Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins telur, að litil þörf sé að svo stöddu, á efnislegum breytingum á gildandi lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Í ljósi þess, að í sumar voru liðin 10 ár frá því að lögin tóku gildi, var talið tímabært að yfirfara reynsluna af framkvæmd laganna.

Nánar...