Fréttir og tilkynningar: nóvember 2017

Fyrirsagnalisti

28. nóv. 2017 : Tímabært að fjárheimildir ofanflóðasjóðs aukist umtalsvert

Minnisvardi-i-Neskaupstad

Ráðstöfunarfé ofanflóðasjóðs hefur skv. fjárlögum síðustu ára verið innan við helmingur af mörkuðum tekjum sjóðsins. Samband íslenskra sveitarfélaga vill að árlegar fjárheimildir ofanflóðasjóðs hækki, fari svo að tímabundnar heimildir sjóðsins vegna kostnaðar við hættumat verði framlengdar.

Nánar...

22. nóv. 2017 : Evrópska nýtnivikan

Gerum gott úr hlutunum, bætum þá hluti sem laga og endurnýtum er yfirskrift nýtnivikunnar hjá Reykjavíkurborg sem stendur yfir dagana 18. til 25. nóvember. Nýtnivikan eða The European Week for Waste Reduction er samevrópskt framtak til stuðnings sjálfbærum lifnaðarháttum.

Nánar...

20. nóv. 2017 : Er hægt að fimmfalda útflutningsverðmæti bláa hagkerfisins?

IMG_4013

Sóknarfæri bláa hagkerfisins var meginefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017, sem fór nýlega fram í Hörpu. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fjallaði í opnunarerindi ráðstefnunnar um tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar til stóraukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi.

Nánar...