Fréttir og tilkynningar: mars 2017

Fyrirsagnalisti

21. mar. 2017 : Kortasjá um vistgerðir

Kortasja_Fundur

Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru var kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis síðastliðinn föstudag, 17. mars. Þar voru kynntar niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu.

Nánar...

08. mar. 2017 : Drög að frumvörpum um landgræðslu og skógrækt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um frumvörp til laga, annars vegar um landgræðslu og hins vegar um skógrækt.

Nánar...

01. mar. 2017 : Úthlutun styrkja frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutaði nýverið styrkjum til verkefna á verkefnasviði ráðuneytisins. Hæsti styrkur að þessu sinni, 3 milljónir króna, fór til verkfræðistofunnar EFLU til að kortleggja betur losun metans frá urðunarstöðum sveitarfélaga og hvort mögulegt sé að stýra eyðingu metans með oxun þess. Sambandið hafði frumkvæði að þessu verkefni og er aðili að því, ásamt Sorpurðun Vesturlands þar sem rannsóknir á oxun metans hafa farið fram á sl. árum.

Nánar...

01. mar. 2017 : Kuðungurinn 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016. Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem veitt er árlega.

Nánar...