Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

11. nóv. 2016 : Vestfirðir fá umhverfisvottun

Vottun-2016

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa hlotið silfur vottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin sem hafa unnið að þessu verkefni allt frá árinu 2012.

Nánar...

13. júl. 2016 : Dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum

Samband íslenskra sveitarfélaga vill vekja athygli sveitarfélaga á tilmælum Umhverfisstofnunar um dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum.

Nánar...

11. júl. 2016 : Tillögur að verndarsvæði í byggð

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til sveitarfélaga til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.  Sveitarfélögum er heimilt að sækja um styrk til að vinna tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerðar sem samþykkt var 9. júní 2016.

Nánar...

16. jún. 2016 : Áhugaverð erindi á Skipulagsdeginum 15. sept.

Minnum á að merkja Skipulagsdaginn 15. september í dagatalið. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis. Horft verður til þess hvernig beita má skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi almennt og sérstaklega við uppbyggingu ferðamannastaða. 

Nánar...

07. jún. 2016 : Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar

Starfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB  sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.

Nánar...

13. apr. 2016 : Skýrsla um úttekt á slökkviliðum 2013-2015

Mannvirkjastofnun hefur gefið út skýrslu um úttekt á slökkviliðum á árunum 2013-2015. Í niðurstöðum hennar kemur fram að þó mörg slökkvilið vinni vel að brunavörnum vantar talsvert uppá að öll sveitarfélög uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum.

Nánar...

16. feb. 2016 : Úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Að beiðni Skipulagsstofnunar hefur Capacent unnið úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Markmið úttektarinnar er að afla upplýsinga sem geta nýst til að styrkja og bæta ferlið við mótun næstu landsskipulagsstefnu, afla upplýsinga um upplifun þátttakenda í ferlinu og að greina hvernig tekist hafi til við að móta heildstæða framtíðarsýn um skipulagsmál á landsvísu. 

Nánar...

19. jan. 2016 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna.

Nánar...