Fréttir og tilkynningar: mars 2015

Fyrirsagnalisti

16. mar. 2015 : Forgangsröðun verkefnisstjórnar á virkjunarkostum í 3. áfanga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið lista Orkustofnunar yfir virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar til umfjöllunar. Á listanum er 81 virkjunarkostur og hefur verkefnisstjórn ákveðið að vísa 24 þeirra, eða rúmur fjórðungi, til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í þeim hópi eru fyrst og fremst virkjunarkostir úr biðflokki gildandi rammaáætlunar sem voru lagðir fram af orkufyrirtækjum en einnig kostir sem Orkustofnun lagði fram í samvinnu við virkjunaraðila.

Nánar...

06. mar. 2015 : Minni sóun, meiri hagkvæmni

Fimmtudaginn 19. mars 2015 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um  stöðu úrgangsmála, undir heitinu „Minni sóun, meiri hagkvæmni“. Málþingið fer fram á Hótel Nordica í Reykjavík og hefst kl. 09:30. Málþingið verður tvískipt, fyrri hlutinn stendur til kl. 14:15 og er öllum opinn en seinni hlutinn er einungis ætlaður kjörnum sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaga.

Nánar...