Fréttir og tilkynningar: febrúar 2015

Fyrirsagnalisti

25. feb. 2015 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Allmörg sveitarfélög fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en úthlutun úr sjóðnum var í gær kynnt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Nánar...

02. feb. 2015 : Breytingar á lögum um fráveitur í kynningu

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga.

Nánar...

02. feb. 2015 : Frumvarp til laga um farþegaflutninga

Sambandið vekur athygli sveitarstjórna og landshlutasamtaka á því að innanríkiráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Með frumvarpinu er lögð til heildstæð löggjöf um farþegaflutninga sem ekki hefur verið fyrir hendi hingað til heldur er reglur á þessu sviði að finna í nokkrum lagabálkum.

Nánar...