Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

05. nóv. 2015 : 18. ársfundur Umhverfisstofnunar og umhverfisnefnda sveitarfélaga

18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga verður haldinn þann 12. nóvember n.k. í Gerðubergi í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Móttaka ferðamanna og náttúruvernd.

Nánar...

06. okt. 2015 : Vegvísir í ferðaþjónustu

Í dag var undirritað samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar um að sett verði á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020.

Nánar...

02. okt. 2015 : Samspil náttúru og ferðaþjónustu

Skráning fyrir Umhverfisþing stendur nú sem hæst en þingið verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 9. október nk. Skráningarfrestur er til 6. október

Nánar...

28. sep. 2015 : Umsóknir um styrki til uppbyggingar ferðamannastaða 2016

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 16. október 2015.

Nánar...

11. ágú. 2015 : Drög að breytingu á reglugerð um skilgreiningu héraðsvega til umsagnar

Skilgreiningu héraðsvega var breytt lítillega með breytingu Alþingis á vegalögum nr. 80/2007 í febrúar síðastliðnum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að breyta reglugerð um héraðsvegi. Unnt er að senda innanríkisráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til 24. ágúst næstkomandi.

Nánar...

03. júl. 2015 : Breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Alþingi samþykkti þann 30. júní sl. breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Þarna var ákveðnu markmiði náð sem Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum hafa lengi barist fyrir.

Nánar...

16. mar. 2015 : Forgangsröðun verkefnisstjórnar á virkjunarkostum í 3. áfanga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið lista Orkustofnunar yfir virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar til umfjöllunar. Á listanum er 81 virkjunarkostur og hefur verkefnisstjórn ákveðið að vísa 24 þeirra, eða rúmur fjórðungi, til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í þeim hópi eru fyrst og fremst virkjunarkostir úr biðflokki gildandi rammaáætlunar sem voru lagðir fram af orkufyrirtækjum en einnig kostir sem Orkustofnun lagði fram í samvinnu við virkjunaraðila.

Nánar...

06. mar. 2015 : Minni sóun, meiri hagkvæmni

Fimmtudaginn 19. mars 2015 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um  stöðu úrgangsmála, undir heitinu „Minni sóun, meiri hagkvæmni“. Málþingið fer fram á Hótel Nordica í Reykjavík og hefst kl. 09:30. Málþingið verður tvískipt, fyrri hlutinn stendur til kl. 14:15 og er öllum opinn en seinni hlutinn er einungis ætlaður kjörnum sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaga.

Nánar...

25. feb. 2015 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Allmörg sveitarfélög fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en úthlutun úr sjóðnum var í gær kynnt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Nánar...

02. feb. 2015 : Breytingar á lögum um fráveitur í kynningu

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 2