Fréttir og tilkynningar: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

28. nóv. 2014 : Svæðisskipulag Snæfellsness hlaut skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar” hlaut Skipulagsverðlaunin 2014. Afhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. nóvember sl. Svæðisskipulagið er samvinnuverkefni fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Dagur upplýsingatækninnar

Hugmyndir

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember nk. Að þessu sinni er UT-dagurinn helgaður verkefnum sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016. Samkvæmt henni er unnið að ýmsum grundvallarverkefnum sem gagnast bæði ríki og sveitarfélögum.

Nánar...

13. nóv. 2014 : Fundur um brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni (mynd mbl.is)

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Embætti Sóttvarnarlæknis og Vinnueftirlit ríkisins boða til opins upplýsingafundar vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Markmið fundarins er að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt, heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna, til almannavarnanefnda og annarra sem málið varðar.

Nánar...

06. nóv. 2014 : Frestur til að skila inn tillögum vegna nýsköpunarverðlauna framlengdur

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi á Grand hóteli. Markmiðið með nýsköpunarverðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi.  Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins eru gjaldgeng til að taka þátt og tilnefna verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.
Nánar...