Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

28. nóv. 2014 : Svæðisskipulag Snæfellsness hlaut skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar” hlaut Skipulagsverðlaunin 2014. Afhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. nóvember sl. Svæðisskipulagið er samvinnuverkefni fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Dagur upplýsingatækninnar

Hugmyndir

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember nk. Að þessu sinni er UT-dagurinn helgaður verkefnum sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016. Samkvæmt henni er unnið að ýmsum grundvallarverkefnum sem gagnast bæði ríki og sveitarfélögum.

Nánar...

13. nóv. 2014 : Fundur um brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni (mynd mbl.is)

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Embætti Sóttvarnarlæknis og Vinnueftirlit ríkisins boða til opins upplýsingafundar vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Markmið fundarins er að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt, heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna, til almannavarnanefnda og annarra sem málið varðar.

Nánar...

06. nóv. 2014 : Frestur til að skila inn tillögum vegna nýsköpunarverðlauna framlengdur

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi á Grand hóteli. Markmiðið með nýsköpunarverðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi.  Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins eru gjaldgeng til að taka þátt og tilnefna verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.
Nánar...

08. okt. 2014 : Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti

Eldgosið í Holuhrauni (mynd mbl.is)

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.

Nánar...

12. sep. 2014 : Hjólum til framtíðar

Föstudaginn 19. september verður efnt til ráðstefnu um hjólreiðar í Iðnó undir fyrirsögninni „Hjólum til framtíðar“. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í ráðstefnunni ásamt innanríkisráðuneytinu, samgöngustofu og fleiri aðilum, en ráðstefnan er í tengslum við samgönguviku.


Nánar...

09. sep. 2014 : Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í umsagnarferli

Varðeldur
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða en í þeim er m.a. fjallað um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða sem og vatnsöflun til slökkvistarfa.
Nánar...

20. ágú. 2014 : Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína

Raflínur

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt til kynningar á heimasíðu sinni drög að tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína. Í tillögunni eru settar fram eftirfarandi meginreglur um lagningu raflína.

Nánar...

18. ágú. 2014 : Drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum

Raflínur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt á heimasíðu sinni drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, sem ráðherra hyggst leggja fram á haustþingi. Markmið frumvarpsins er m.a. að tryggja sem víðtækast samráð við sveitarfélög og helstu hagsmunaaðila á vinnslustigi kerfisáætlunar.

Nánar...

20. jún. 2014 : Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norden_logo

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða á þessu ári veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála.

Nánar...
Síða 1 af 2