Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

24. okt. 2013 : Sjálfbær sveitarfélög – áskoranir og lausnir

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Fimmtudaginn 7. nóvember nk. boðar Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings undir heitinu: Sjálfbær sveitarfélög – áskoranir og lausnir. Málþingið fer fram á Cabin Hótel í Borgartúni og stendur frá kl. 10:00 til kl. 16.30.

Nánar...

08. ágú. 2013 : Fjármögnun uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Ferðamálastofa birti í byrjun ágúst skýrslu um Fjármögnun uppbyggingar ferðamannastaða, sem unnin er af ráðgjafarfyrirtækinu Alta að beiðni Ferðamálastofu.Í skýrslunni er að finna yfirlit um mismunandi leiðir til gjaldtöku af ferðamönnum, en útfærslur í þeim efnum eru mjög misjafnar erlendis. Jafnframt eru reifaðar hugmyndir um gjaldtöku með útgáfu náttúrupassa.

Nánar...

04. apr. 2013 : Grænn opinber rekstur

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640
Hversu grænn er opinber rekstur í dag? Hvernig geta ríkisstofnanir og sveitarfélög náð betri árangri og fjárhagslegum ávinningi með því að innleiða vistvæna hugsun í starfsemi sína? Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 10. apríl kl. 8-10. Nánar...

06. mar. 2013 : Tillaga að landsskipulagsstefnu lögð fram á Alþingi

skipulag_minni
Umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013 – 2024. Þetta er í fyrsta sinn sem tillaga um landsskipulagsstefnu er lögð fram en kveðið er á um slíka stefnu í skipulagslögum sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. Þingsályktunartillagan var unnin í kjölfar tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu til umhverfis- og auðlindaráðherra. Nánar...

18. feb. 2013 : Mat á hæfi bjóðenda við útboð opinberra aðila á verkframkvæmdum

mappa

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að gefin hafa verið út viðmið um hæfi þeirra aðila sem bjóða í verkframkvæmdir. Viðmiðunum er ætlað að gilda við verkframkvæmdir á vegum opinberra aðila, þ.e. á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Nánar...

04. feb. 2013 : Samstarf sambandsins við umhverfis- og auðlindaráðuneytið framlengt

Grænt hagkerfi

Eitt af síðustu embættisverkum Magnúsar Jóhannessonar, fráfarandi ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem senn hefur störf sem framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins í Tromsö í Noregi, var að undirrita í dag viðauka við samstarfssamning milli ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

17. jan. 2013 : Málþing um gróðurelda - upptökur komnar á vefinn

Sinubruni_i_Oslandi_009

Málþing um gróðurelda stendur nú yfir í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fyrirhugað var að senda beint út frá málþinginu en tæknilegir örðugleikar á fundarstað hafa ekki gefið færi á því en unnið er að úrlausn þeirra mála. Málþingið er engu að síður tekið upp og verður sett á vef sambandsins um leið og hægt er. Vænta má þess að upptaka frá málþinginu verði tiltæki í dag eða í síðasta lagi í kvöld.

Nánar...

10. jan. 2013 : Málþing um gróðurelda

Sinubruni_i_Oslandi_009

Málþing um gróðurelda verður haldið í Hjálmakletti í Borgarbyggð fimmtudaginn 17. janúar. Meðal frummælenda eru Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Járgerður Grétarsdóttir lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Jón Viðar Matthíasson framkvæmdastjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Nánar...