Fréttir og tilkynningar: 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. mar. 2012 : Sambandið telur frumvarp til úrgangslaga ekki tilbúið til framlagningar

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfisráðuneytinu umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, sem umhverfisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi á næstunni.Í umsögn sambandsins eru gerðar veigamiklar athugasemdir við fjölmörg atriði í frumvarpinu. Sérstaklega leggur sambandið áherslu á að skilgreina þurfi hlutverk og skyldur sveitarfélaga á fullnægjandi hátt og að hnykkja þurfi á því að hér er um almannaþjónustu að ræða en ekki samkeppnisrekstur.

Nánar...

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

07. mar. 2012 : Breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs til umsagnar

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Tillögurnar fela m.a. í sér að umhverfisráðherra gefi út sérstaka landsáætlun um minnkun úrgangs til tólf ára í senn, að auðveldara verði fyrir almenning að skila frá sér flokkuðum úrgangi og að óheimilt verði að taka gjald fyrir móttöku úrgangs á söfnunarstöð. 

Nánar...

13. feb. 2012 : Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi

Hjolandi_baejarstjorar

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem fram fer 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um merkingu hjólaleiða á Íslandi. Hvar erum við stödd; hvert stefnum við og hvernig fara menn að í Danmörku og á Bretlandi. Hvað er Euro Velo? Dagskráin er fjölbreytt og vönduð.

Nánar...
Síða 2 af 2