Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

21. des. 2012 : Viðmið um söfnun hauggass á urðunarstöðum

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur Umhverfisstofnun útbúið viðmið um hvenær krafist er söfnunar hauggass á urðunarstöðum.  Hægt er að nálgast viðmiðin á heimasíðu stofnunarinnar.

Nánar...

15. nóv. 2012 : Sanngjörn skipting arðs af orkuauðlindum

Sanngjorn-skipting-ards

Samtök orkusveitarfélaga munu standa fyrir ráðstefnu um orkuauðlindir, nýtingu þeirra og skiptingu arðsins af þeim föstudaginn 16. nóvember n.k. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 17:00.

Nánar...

13. nóv. 2012 : Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Umferdarslys

Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Í tilefni af því er boðað til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 18. nóvember, þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu.

Nánar...

30. okt. 2012 : Mælt fyrir frumvörpum um dýravelferð og búfjárhald

Althingi_300x300p

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mælti sameiginlega fyrir tveimur frumvörpum þann 25. október sl. Annars vegar frumvarp til laga um velferð dýra og hins vegar frumvarp til laga um búfjárhald. Frumvörpin voru lögð fram á vorþingi en fengu þá ekki efnislega umfjöllun.

Nánar...

10. sep. 2012 : Dagur íslenskrar náttúru 2012

umhverfiogaudlindir

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 16. september. Einstaklingar, stofnanir og félagasamtök efna til margskonar viðburða í tilefni dagsins, m.a. mun vera farin gönguferð um Hólastíg, frá Móðulæk að Saxhóli á Snæfellsnesi undir leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknarfrestur er til 10. september

Reykjavik-006

Sveitarfélög eru minnt á að frestur til að senda inn umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er til og með 10. september nk.

Nánar...

09. ágú. 2012 : Framlengdur umsagnarfrestur vegna landsáætlunar um úrgang

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024, til 10. september nk.

Nánar...

09. júl. 2012 : Hjólreiðar og sveitarfélög

Reidhjol

Hjólreiðar eru sífellt að verða vinsælli hér á Íslandi. Aukin hjólreiðanotkun stuðlar að bættri heilsu og sparnaði bæði fyrir einstaklinga og ríki og sveitarfélög. Sveitarfélög hafa undanfarin ár gert stórátak í að gera gatna- og stígakerfi sitt aðgengilegra fyrir hjólreiðafólk en alltaf er hægt að gera betur og mikilvægt í þessu sem öðru að reyna ekki að finna upp hjólið heldur læra af öðrum sem hafa gert vel.

Nánar...

03. maí 2012 : Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða

Raflínur

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál, að lokinni umfjöllun stjórnar sambandsins um málið.

Nánar...

13. apr. 2012 : Leiðin til Ríó

Leidin_til_Rio

Mánudaginn 16. apríl verður haldin málsstofa í Odda 101 um ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem haldin verður í Rio D Janeiro í júní 2012. Að málstofunni mun Lúðvík E. Gústafsson, verkefnisstjóri á sviði umhverfismála hjá sambandinu, m.a. flytja erindi en málstofan er haldin í samstarfi nokkurra aðila.

Nánar...
Síða 1 af 2