Fréttir og tilkynningar: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

19. jan. 2011 : Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfisnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. Sambandið leggst í umsögninni gegn því að frumvarpið verði samþykkt án verulegra breytinga. Einkum leggst sambandið gegn því flókna regluverki og skrifræði sem lagt er til í 6. gr. og ákvæðum til bráðabirgða I og III, sem fjalla um skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og gildistöku þeirra breytinga.

Nánar...

12. jan. 2011 : Verkefnasamkeppni um umhverfismál meðal grunnskólabarna

krakkar-i-skola

Umhverfisráðuneytið hefur boðað til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Nánar...