Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

19. des. 2011 : Nefnd um landsskipulagsstefnu

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, og Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, hafa verið skipuð fulltrúar sambandsins í ráðgjafarnefnd sem umhverfisráðherra hefur skipað um gerð landsskipulagsstefnu. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og gerð landsskipulagsstefnu.

Nánar...

25. nóv. 2011 : Stofnfundur Sambands orkusveitarfélaga

Raflínur

Stofnfundur Sambands orkusveitarfélaga verður haldinn þann 25. nóvember í Turninum Firði Hafnarfirði kl. 14:00. Tilgangur sambandsins er fyrst og fremst sá að standa vörð um hagsmuni orkusveitarfélaga gagnvart ríkisvaldi og orkufyrirtækjum.

Nánar...

02. nóv. 2011 : Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Tre_Litil

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun formaður nefndarinnar, Valgerður Jónsdóttir hafa framsögu og síðan verða opnar umræður.

Nánar...

10. okt. 2011 : Kynningarfundur Samtaka orkusveitarfélaga

Raflínur

Í kjölfar fjármálaráðstefnunnar hefur verið ákveðið að halda kynningarfund um stofnun Samtaka orkusveitarfélaga, SO. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica Hótel kl. 13:00 föstudaginn 14. október. Öllum sveitarfélögum sem telja sig eiga erindi í slík samtök eða hafa áhuga á að kynna sér efni fundarins er velkomið að senda fulltrúa á fundinn.

Nánar...

10. okt. 2011 : Málþing um sjálfbær sveitarfélög

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á málþing sem haldið verður á Hótel Selfossi fimmtudaginn 13. október um sjálfbær sveitarfélög. Málþingið er haldið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og hefst kl. 13.00. Áformað er að málþinginu ljúki kl. 17.00 sama dag.

Nánar...

13. sep. 2011 : Málþing um sjálfbærni í sveitarfélögum

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samvinnu við umhverfisráðuneytið, mun standa fyrir málþingi um sjálfbærni í sveitarfélögum fimmtudaginn 13. október nk. kl. 13 – 17 á Hótel Selfossi. Málþingið ber yfirskriftina: „Sjálfbær sveitarfélög - lífvænlegt umhverfi – félagslegt réttlæti  – ábyrg fjármálastjórn“.

Nánar...

12. sep. 2011 : Hjólum til framtíðar

Hjolreidar

Dagana 16. til 22 september nk. er haldin hin árlega samgönguvika þar sem mikilvægi vistbærra samgangna er í brennidepli. Samgönguvikan hefur verið skipulögð af sveitarfélögum fyrir íbúa sveitarfélaga.

Nánar...

06. sep. 2011 : Hvítbók um endurskoðun náttúruverndarlaga

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfisráðherra kynnti í morgun í ríkisstjórn hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hefur unnið en í henni felst heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi.

Nánar...

30. ágú. 2011 : Breytingar á ákvæðum laga um raf- og rafeindatækjaúrgang

Heimilisraftæki

Með lögum nr. 58/2011 um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs urðu þrjár breytingar á því hvernig meðhöndla beri raf- og rafeindatækjaúrgang. Þær hafa áhrif á kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga og framkvæmd söfnunar á raf- og rafeindatækjaúrgangi.

Nánar...

13. júl. 2011 : Óskað eftir umsögnum um drög að landsskipulagsstefnu

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Umhverfisráðuneytið  hefur sent til umsagnar drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu en henni er ætlað að setja fram leiðarljós um nýtingu lands og landgæða sem tryggir heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana. Markmiðið með slíkri stefnu er að stuðla að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð.

Nánar...
Síða 1 af 2