Tölfræði heimsmarkmiðanna

Mikilvægur liður í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er mótun staðlaðra mælikvarða eða vísa. Alls hafa 232 slíkir mælikvarðar verið skilgreindir og eru 164 þeirra komnir með skilgreinda aðferðarfræði. Af þeim hafa 67 verið gerðir aðgengilegir fyrir Ísland í samstarfi verkefnastjórnar heimsmarkmiðanna við Hagstofu Íslands undir yfirskriftinni Tölfræði heimsmarkmiðanna.

Mikilvægur liður í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er mótun staðlaðra mælikvarða eða vísa. Alls hafa 232 slíkir mælikvarðar verið skilgreindir og eru 164 þeirra komnir með skilgreinda aðferðarfræði. Af þeim hafa 67 verið gerðir aðgengilegir fyrir Ísland í samstarfi verkefnastjórnar heimsmarkmiðanna við Hagstofu Íslands undir yfirskriftinni Tölfræði heimsmarkmiðanna.

Tölfræði heimsmarkmiðanna dregur upp svipmynd í tölum út frá þeim viðmiðum sem lögð hafa verið til grundvallar heimsmarkmiðunum. Alls hafa 232 mælikvarðar verið lagðir til grundvallar til að meta með samanburðarhæfum hætti stöðu þjóða. Þar af eru 164 kvarðar með skilgreinda aðferðarfræði. 

Hagstofa Íslands var verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna til ráðgjafar við samantekt á tölfræðiupplýsingum vegna mælikvarðanna 67 sem nú eru til fyrir Ísland. Jafnframt var leitað til fræðasamfélagsins og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands fengin til að leiða gæðamat okkar færustu fræðimanna á þeim upplýsingum sem lagðar eru til grundarvallar mati á stöðu Íslands.

Vinna á alþjóðavettvangi við að skilgreina og lýsa tölfræðilegum mælikvörðum Sameinuðu þjóðanna heldur áfram og mun gefa af sér sífellt ítarlegri mynd af stöðu þjóða gagnvart Heimsmarkmiðunum. Fyrir Ísland eru 67 mælikvarðar góður upphafspunktur fyrir almenna umræðu og til að glöggva sig á stöðu Íslands. 

Fram undan er svo að styrkja tölfræðilegar stoðir Heimsmarkmiðanna með það að markmiði að draga upp enn skýrari mynd af stöðu Íslands og árangri af innleiðingu markmiðanna.