Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 10. nóvember nk.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Óskað var eftir tilnefningum í vor og bárust alls 126 tilnefningar. Viðurkenningaráð Íslensku menntaverðlaunanna hefur farið yfir þær og ákveðið hverjir hljóta tilnefningu til verðlaunanna árið 2020.
Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
- Frístundamiðstöðin Tjörnin, skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, er tilefnd fyrir framsækið og fjölbreytt þróunarstarf, frumkvæði og nýbreytni
- Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti
- Tónlistarskóli Grindavíkur er tilnefndur fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu og þróunarstarf
Framúrskarandi kennari
- Anna Gréta Guðmundsdóttir, kennari við leikskólann Sæborg, er tilnefnd fyrir skapandi og lýðræðislegt leikskólastarf
- Garðar Geirfinnsson, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, er tilnefndur fyrir áhugaverða og skapandi náttúrufræðikennslu
- Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta
- Heiðrún Hámundar, kennari við Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólann á Akranesi, er tilnefnd fyrir metnaðarfulla og árangursríka tónmennta- og tónlistarkennslu
- Hilmar Friðjónsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur fyrir að þróa frjóar og áhugavekjandi leiðir í stærðfræðikennslu
Framúrskarandi þróunarverkefni
Þróunarverkefni í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla sem beinist að því að efla skapandi hugsun, frumkvæði og nýsköpun
Þróunarverkefni um eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi
Þróunarverkefni sem byggist á gerð myndbanda fyrir náttúru- og stærðfræðkennslu fyrir nemendur í grunnskólum
Að auki verður veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
Að verðlaununum standa Forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Félag um menntarannsóknir, Grunnur, Kennaradeild HA, Listaháskóli Íslands, Menntamálastofnun, Menntavísindasvið HÍ, Miðstöð skólaþróunar við HA, Samtök áhugafólks um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Sjá nánar um Íslensku menntaverðlaunin.