Þróunarsjóður námsgagna hefur opnað fyrir umsóknir

Þróunarsjóður námsgagna hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir gerð og útgáfu námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Forgangsatriði þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2023

  1. Námsefni ætlað innflytjendum vegna tungumálakennslu.
  2. Námsefni sem styður við samfélags- og náttúrugreinar.
  3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum.
  4. Þróun námsefnis er tengist stuðningi við börn á flótta

Umsóknarfrestur er til 3. mars kl. 15:00.

Nánari upplýsingar má finna á vef Þróunarsjóðs námsgagna.

Um Þróunarsjóð námsgagna

Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt  lögum um námsgögn nr. 71/2007 og  reglugerð um þróunarsjóð námsgagna nr. 1268/2007. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.