Auglýst eftir æskulýðsfulltrúum 2019

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins auglýsir eftir æskulýðsfulltrúum fyrir næsta starfsár. Ungt fólk á aldrinum l8 til 30 ára með áhuga á staðbundnum stjórnmálum er hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins auglýsir eftir æskulýðsfulltrúum fyrir næsta starfsár. Ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára með áhuga á staðbundnum stjórnmálum er hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins kemur saman tvisvar á ári, hvert vor og haust. Opið er nú fyrir umsóknir vegna 36. og 37. þings, sem fram fara dagana 2.-4. apríl annars vegar og 29.-31. október hins vegar.

Valinn hefur verið æskulýðsfulltrúi til setu á sveitarstjórnarþinginu, einn frá hverju af hinum 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins, allt frá haustþingi 2014. Markmiðið er að ljá skoðunum ungs fólks rödd á þinginu, með það það fyrir augum að auka áhuga þess á staðbundnum stjórnmálum og að efla ungmennastarf á vegum sveitarstjórna og svæðisstjórna innan Evrópuráðsins.

Þá er æskulýðsfulltrúum jafnframt falið að leiða staðbundið grasrótarverkefni á milli þinga. Verkefnið móta þeir sjálfir og fá til þess faglegan stuðning hjá Evrópuráðinu.

Auk þess sem umsækjendur skulu vera 18 til 30 ára, er gerð krafa um reynslu af æskulýðsstarfi eða -verkefnum á sveitarstjórnarstigi, 5 ára lágmarksbúsetu í því landi sem viðkomandi er fulltrúi fyrir og bindandi þátttöku vegna undirbúnings og framkvæmdar á áðurnefndu grasrótarverkefni.

Þeim, sem langar að „máta“ sig við verkefnið, er bent á eftirfarandi spurningalista sem birtist í nýlegri umfjöllun um æskulýðsfulltrúa sveitarstjórnarþingsins á Áttavitanum.is:

  •  Ertu á aldrinum 18 – 30 ára?
  • Talar þú góða ensku?
  • Hefur þú áhuga á stjórnmálum?
  • Viltu öðlast reynslu af alþjóðlegum stjórnmálum?
  • Langar þig að prófa að sitja þing í Evrópuráðinu?
  • Ertu hugmyndarík/ur og langar að efla aðkomu ungs fólks?
  • Langar þig að víkka tengslanetið og kynnast öðru ungu fólki sem brennur fyrir bættu samfélagi?
  • Langar þig að framkvæma grasrótarverkefni þar sem gæti komið sér vel að vera með stórt stuðningsnet?

Ef svarið er já í meirihluta tilvika, ber viðkomandi að íhuga alvarlega að sækja um. Umsóknarfrestur er eins og áður segir, til og með 17. september 2018. Umsækjendum verður tilkynnt um niðurstöðu valsins þann 18. nóvember nk.

Fyrirspurnum vegna æskulýðsfulltrúa á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2019 er svarað á netfanginu congress.youth@coe.int.

Æskulýðsfulltrúi fyrir Íslands árið 2018 er Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir.

Aeskulydsfulltruar-sveitarstjornarthings-evropuradsins