03. feb. 2016

Ráðstefna um umhverfismál og sjálfbærni

ICLEI -  eru alþjóðleg hagsmunasamtök sveitarfélaga og borga um umhverfismál og sjálfbærni. Samtökin standa 27.-29. apríl nk.  fyrir 8. evrópsku ráðstefnunni fyrir sjálfbær sveitarfélög og borgir í Bilbao,  Spáni.

Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi samstarfs á milli stjórnsýslustiga, fyrirtækja, félagasamtaka og fjármálamarkaðarins til að takast á við áskoranir í umhverfismálum og félagsleg og efnahagsleg úrlausnarefni . Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðstefnunnar www.basquecountry2016.eu.  Lægri skráningargjöld til 15. febrúar.