17. nóv. 2010

Ungt fólk á faraldsfæti - Youth on the Move hefur verið ýtt úr vör

 • logo_yom

Ungt fólk á faraldsfæti (e. Youth on the Move) er eitt af forgangsverkefnum/flaggskipum (e. flagship initiatives) í aðgerðaráætlun Evrópusambandsins til ársins 2020 (e. Europe 2020). Verkefninu er ætlað að bæta evrópskt menntakerfi og auðvelda ungu fólki inngöngu á vinnumarkaðinn.  

Áætlunin greinist í fjögur megin þemu:

 • Ævilanga menntun
 • Framhaldsmenntun
 • Hreyfanleika (e. mobility)
 • Atvinnumál

 28 lykiláætlanir heyra undirUngt fólk á faraldsfæti sem er ætlað að:

 • Bæta atvinnumöguleika ungs fólks,
 • laga menntun og þjálfun meira að þörfum ungs fólks og
 • auka meðvitund um styrki Evrópusambandsins (s.s. Erasmus, Leonardo da Vinci, Grundtvig og Marie Curie) til að læra, þjálfa eða vinna sjálfboðastarf í öðru landi.

Hluti af áætluninni er m.a.:

 • Sérstök heimasíða um náms- og starfsmöguleika fyrir ungt fólk.
 • Tilraunaverkefnið Your first EURES job sem mun veita ungum atvinnuleitendum ráðgjöf og stuðning.
 • Mælingar og samanburður (e. mobility scoreboard) á hreyfanleika (e. mobility) með það að markmiði að útrýma hindrunum.
 • Möguleiki á að stofnun eins konar evrópsks lánasjóðs til að styðja nemendur sem vilja fara í skiptinám.
 • Þróun sérstaks afsláttarkorts fyrir Ungt fólk á faraldsfæti sem veitir ýmis réttindi og vildarkjör.
 • Nýtt “European Vacancy Monitor” kerfi sem veitir upplýsingar um eftirspurn á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur og starfsráðgjafa.
 • Nýtt “European Progress Micro-finance Facility” sem mun veita fjárhagslegan stuðning til að hjálpa ungum athafnafólki að stofna eða þróa fyrirtæki sín.
 • Hvatning til aðildarríkja að innleiða “youth guarantee” til að tryggja að ungt fólk fái í vinnu eða þjálfun innan sex mánaða frá því það hættir í skóla.
 • Nýtt “European skills passport” til að skrá menntun og hæfni á sambærilegan hátt.

Sérstök heimasíða hefur verið sett upp fyrir verkefnið,  en nánari upplýsingar er einnig að finnahér.  

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur jafnframt hafið opið samráðsferli um framtíð mennta-, menningar- og æskulýðsáætlananna eftir 2013.